Íþróttir

true

Snæfell jafnaði metin gegn Hamri

Snæfell tók í gær á móti Hamri í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum 1. deildar karla í körfubolta og var leikurinn í Stykkishólmi. Hamar vann fyrsta leikinn í Hveragerði síðastliðinn laugardag, 103-96 en Snæfell lék þá án Juan Navarro sem tók út leikbann. Hamar byrjaði leikinn af miklum krafti og komst fljótlega í…Lesa meira

true

Atli í toppbaráttunni á sínu fyrsta spilakvöldi í bridds

Nýliðun er nauðsynleg í öllum félögum ætli þau að halda velli til lengri tíma. Það var því ánægjulegt í gærkvöldi þegar þrjú ungmenni settust í fyrsta sinn við spilaborðið í Logalandi þegar Bridgefélag Borgarfjarðar hélt vikulega keppni sína í tvímenningi. Helgina áður hafði Ingimundur Jónsson, driffjöðrin í starfi félagsins, haldið námskeið á Kleppjárnsreykjum þar sem…Lesa meira

true

Silfur var þemað í kvennatölti Borgfirðings

Kvennatölt hestamannafélagsins Borgfirðings fór fram í Faxaborg á laugardagskvöldið. Um 40 keppendur voru skráðir til leiks og mættu konur bæði af Norður- og Suðurlandi til að taka þátt, auk heimafólks. Þemað í ár var silfur og var mikið um vel skreytt hross og knapa. Keppt var í þremur styrkleikaflokkum en í þriðja flokki bar Þóra…Lesa meira

true

Skallagrímur sigraði Hamar í Mjólkurbikar karla

Skallagrímur úr Borgarnesi lék gegn Hamri frá Hveragerði í 1. umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á sunnudaginn, en leikið var á gervigrasi Þróttar í Laugardalnum. Hamar leikur í 4. deild í sumar á meðan Skallagrímur situr í 5. deild. Aðstæður voru erfiðar þegar leikurinn var flautaður á en ansi mikill vindur ásamt slabbi á gervigrasinu…Lesa meira

true

Magnús Engill besti leikmaður Skallagríms

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hélt nýverið lokahóf sitt á veitingastaðnum Grillhúsinu í Borgarnesi, en tímabilinu lauk 17. mars. Orri Jónsson var valinn bæði varnarmaður ársins og liðsfélagi ársins en Magnús Engill Valgeirsson var valinn leikmaður ársins. Orri Jónsson tilkynnti það að hann hafi nú lagt körfuboltaskó sína á hilluna og var hann heiðraður með lófaklappi og blómum.…Lesa meira

true

Stórsigur Kára á KFS í Mjólkurbikarnum

Kári og KFS áttust við í fyrstu umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikið í Akraneshöllinni. Tvær deildir eru á milli liðanna á Íslandsmótinu í sumar, Kári spilar í annarri deild og KFS í þeirri fjórðu. Káramenn komu af krafti inn í leikinn og uppskáru mark strax á sjöttu mínútu. Benjamín Mehic…Lesa meira

true

Skagakonur Lengjubikarsmeistarar 2025

Grindavík/Njarðvík og ÍA mættust í gær í næstsíðustu umferð í B deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu og var leikurinn í Nettóhöllinni í Reykjanesbæ. Skagakonur höfðu unnið alla fimm leiki sína til þessa og gátu með jafntefli eða sigri tryggt sér sigur í deildinni. Skagakonur byrjuðu leikinn ágætlega og sköpuðu sér nokkur hálffæri án þess að…Lesa meira

true

Snæfell hársbreidd frá sigri í fyrsta leik

Snæfell í Stykkishólmi heimsótti á laugardaginn Hamar í Hveragerði í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum 1. deildar karla í körfubolta. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í fjögurra liða úrslit. Gestirnir frá Stykkishólmi mættu af krafti á fyrstu mínútum leiksins og voru komnir í 2-11 þegar lítið var liðið á leikinn. Heimamenn…Lesa meira

true

Óskar Þór kosinn þjálfari ársins í fyrstu deild

Árleg verðalaunahátíð KKÍ fór fram nú í hádeginu. Þar voru leikmenn, þjálfarar og dómarar úrvals- og fyrstu deildar verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína í deildarkeppni sem lauk nýverið. Þjálfari ÍA í 1. deild karla, Óskar Þór Þorsteinsson, hlaut sæmdarheitið Þjálfari ársins en lið ÍA vann deildina í ár og um leið sæti í Bónus deild karla…Lesa meira

true

Snæfell undirbýr sig fyrir úrslitakeppni

Snæfell heimsækir Hamar í fyrstu umferð 1. deildar karla í körfubolta næstkomandi laugardag, en um er að ræða átta liða úrslit 1. deildar karla og fer eitt lið upp ásamt deildarmeisturum ÍA í Bónus deildina á næsta tímabili. „Við komum inn í úrslitakeppnina með tvær framlengingar á bakinu á móti hörku liðum. Síðasti leikurinn í…Lesa meira