
Vel skreytt hross og knapar. Ljósm. iss
Silfur var þemað í kvennatölti Borgfirðings
Kvennatölt hestamannafélagsins Borgfirðings fór fram í Faxaborg á laugardagskvöldið. Um 40 keppendur voru skráðir til leiks og mættu konur bæði af Norður- og Suðurlandi til að taka þátt, auk heimafólks. Þemað í ár var silfur og var mikið um vel skreytt hross og knapa. Keppt var í þremur styrkleikaflokkum en í þriðja flokki bar Þóra Árnadóttur sigur úr býtum á glæsihestinum Tý frá Kópavogi. Hlautu þau einnig verðlaun sem glæsilegasta parið. Í öðrum flokki vann Aníta Björgvinsdóttir á Öðu frá Bergi og fékk hún jafnframt verðlaun fyrir fallega reiðmennsku. Fyrsta flokkinn vann svo María Ósk Ómarsdóttir á Rosa frá Berglandi.