
Leikmenn Skallagríms voru kampakátir eftir sigurinn gegn Hamri á sunnudag. Ljósm. Skallagrímur fótbolti.
Skallagrímur sigraði Hamar í Mjólkurbikar karla
Skallagrímur úr Borgarnesi lék gegn Hamri frá Hveragerði í 1. umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á sunnudaginn, en leikið var á gervigrasi Þróttar í Laugardalnum. Hamar leikur í 4. deild í sumar á meðan Skallagrímur situr í 5. deild.