Íþróttir
Þór Llorens Þórðarson átti góðan leik gegn KFS. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Ljósm. vaks

Stórsigur Kára á KFS í Mjólkurbikarnum

Kári og KFS áttust við í fyrstu umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikið í Akraneshöllinni. Tvær deildir eru á milli liðanna á Íslandsmótinu í sumar, Kári spilar í annarri deild og KFS í þeirri fjórðu. Káramenn komu af krafti inn í leikinn og uppskáru mark strax á sjöttu mínútu. Benjamín Mehic átti þá góða sendingu yfir vörn KFS á fjær beint á kassann á Þór Llorens Þórðarsyni sem setti boltann fast fyrir þar sem Hektor Bergmann Garðarsson var mættur á fjærstöngina og ýtti honum yfir línuna. Heimamenn voru miklu meira með boltann næsta hálftímann án þess þó að skapa sér mikið og það kom í bakið á þeim rúmum tíu mínútum fyrir hálfleik. Daníel Már Sigmarsson skallaði þá boltann í netið hjá Kára eftir fína fyrirgjöf og staðan jöfn í hálfleik, 1-1.