
Juan Navarro var stigahæstur í liði Snæfells gegn Hamri en hér er hann umkringdur leikmönnum KFG fyrr í vetur. Ljósm. Bæring Nói.
Snæfell jafnaði metin gegn Hamri
Snæfell tók í gær á móti Hamri í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum 1. deildar karla í körfubolta og var leikurinn í Stykkishólmi. Hamar vann fyrsta leikinn í Hveragerði síðastliðinn laugardag, 103-96 en Snæfell lék þá án Juan Navarro sem tók út leikbann.