Íþróttir
Rúnar Már var besti maður vallarins. Ljósm. Hafliði Breiðfjörð

Skagamenn með sigur í fyrsta leik

Besta deild karla í knattspyrnu hófst um helgina og fyrsti leikur Skagamanna var í gærkvöldi gegn liði Fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal. Jafnræði var með liðunum á fyrstu tuttugu mínútum leiksins, Skagamenn komu boltanum mikið út til vinstri á Johannes Vall á meðan heimamenn leituðust við að lauma boltanum aftur fyrir varnarlínu ÍA með litlum árangri. Fyrsta og eina mark leiksins kom eftir tæpan hálftíma leik þegar Skagamenn fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateiginn. Fyrirliðinn Rúnar Már Sigurjónsson tók spyrnuna og sendi knöttinn af mikilli nákvæmni yfir markvörð Fram, Ólaf Íshólm, og upp í samskeytin. Glæsilega gert og gestirnir komnir með yfirhöndina í leiknum. Fram að hálfleik var leikurinn tíðindalítill. Framarar voru með vindinn í bakið en vörn Skagamanna var þétt fyrir og Fram komst lítið áleiðis gegn öguðum varnarleik gestanna. Staðan 0-1 fyrir ÍA í hálfleik og ljóst að þeir bláklæddu þyrftu að gera betur til að fá eitthvað út úr þessum leik.

Skagamenn með sigur í fyrsta leik - Skessuhorn