
Stigahæsta liðið. Texti og myndir: iss
KB mótaröðinni lauk með gæðingakeppni – úrslit og myndir
Lokamótið í KB mótaröðinni í hestaíþróttum fór fram síðastliðinn laugardag í Faxaborg. Keppt var í gæðingakeppni í öllum flokkum. KB mótaröðin er einnig liða- og einstaklingskeppni og telja öll þrjú mótin til stiga. Stigahæsta liðið var Devold en liðsstjóri þar var Ámundi Sigurðsson. Stigahæsti keppandi deildarinnar var Kristín Eir Hauksdóttir á Skáney. Einnig er valinn vinsælasti keppandi mótaraðarinnar og var það hún Halldís Eik Ólafsdóttir sem hlaut þann titil. Hér fyrir neðan koma úrslit úr einstaklingakeppninni og gæðingakeppninni.