Íþróttir
Guðmar Þór Pétursson og Friðsemd í brautinni. Textir og myndir: iss

Keppt í skeiði og tölti á lokakvöldi Vesturlandsdeildarinnar

Lokamót Vesturlandsdeildarinnar í hestaíþróttum fór fram í Faxaborg í gærkvöldi. Keppt var í tölti og skeiði í gegnum höllina og var mikil spenna i loftinu þar sem mjög mjótt var á munum í bæði einstaklings- og liðakeppninni. Það fór svo þannig að Guðmar Þór Pétursson skaust fram úr keppinautum sínum eftir góða skeiðspretti og náði að verja titilinn frá því í fyrra. Stigahæsta liðið varð svo Skáney/Fagerlund.