
Liðið fagnar stórsigri á mótinu, sigur í öllum leikjum og +22 í markatölu. Ljósm. kfia
Lengjubikarinn kominn í hús hjá stelpunum í ÍA
Stelpurnar í Knattspyrnufélagi ÍA tryggðu sér á dögunum bikarmeistaratitilinn í B-deild Lengjubikars kvenna jafnvel þótt einum leik væri ólokið. Lokaleikur deildarinnar var svo spilaður í gær í Akraneshöllinni og gerðu heimakonur sér lítið fyrir og unnu ÍBV með fjórum mörkum gegn engu. Mörkin skoruðu þær Madison Brooke Schwartzenberger á 16. mínútu, Erla Karitas Jóhannesdóttir á 25. mínútu, Selma Dögg Þorsteinsdóttir á markamínútunni þeirri 43. og loks innsiglaði Erla Karitas Jóhannesdóttir fjögurra marka sigur liðsins með öðru marki á 56. mínútu. Fyrir bragðið enduðu Skagastúlkur deildina með fullt hús stiga og +22 mörk í alls sjö leikjum.