
Viktor, Arnar og Haraldur með verðlaunin. Ljósm. PFA
Arnar sigurvegari U-18 í pílu
Það var stór dagur hjá Pílufélagi Akraness á sunnudaginn þegar fyrsta Akranes meistaramót U-18 fór fram í aðstöðu félagsins á Vesturgötunni. Mörg flott tilþrif sáust og eitt er víst að framtíðin er björt í pílunni á Skaganum. Spilað var í tveimur riðlum og svo beinn útsláttur.