Íþróttir

true

Stórt tap ÍA í Keflavík

Sjöunda umferð Bónusdeildar karla í körfuknattleik hófst í gærkvöldi og héldu Skagamenn til Keflavíkur þar sem þeir mættu heimamönnum. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og að loknum fyrsta leikhluta var staðan 22-21. Eftir það tóku leikmenn Keflavíkur öll völd á vellinum. Staðan í hálfleik var 51-33 og leiknum lauk svo með stórsigri Keflavíkur…Lesa meira

true

Skagamenn ofarlega í tvímenningi í keilu

Íslandsmeistaramótinu í tvímenningi í keilu lauk á sunnudaginn í Egilshöll. Hafþór Harðarson (ÍR) og Gunnar Þór Ásgeirsson (ÍR) urðu Íslandsmeistarar. Þeir voru efstir eftir undankeppni laugardagsins og héldu forustunni í gegnum undanúrslitin. Mikael Aron Wilhelmsson (ÍR) og Ásgeir Karl Gústafsson (KFR) urðu í öðru sæti. Í þriðja sæti urðu feðgar frá Akranesi, þeir Sigurður Þorsteinn…Lesa meira

true

Vösk sundsveit af Skaganum

Frábær árangur var hjá sundfólki frá Sundfólki Akraness á Íslands- og Unglingameistaramótinu í 25m laug sem fram fór um liðna helgi. Sundfólk SA kom heim með unglingameistaratitil, tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Sunna Arnfinnsdóttir varð Unglingameistari í 1500m skriðsundi á tímanum 18:01,27, sem tryggði henni einnig annað sæti í opnum flokki. Þetta var frábær bæting,…Lesa meira

true

Álftanes fór með sigur úr Grundarfirði

Ungmennafélag Grundarfjarðar tók á móti liði Álftaness í 1. deild kvenna í blaki á sunnudaginn. Heimastúlkur byrjuðu betur og voru komnar með góða forystu í fyrstu hrinu áður en gestirnir tóku við sér og jöfnuðu metin í 19-19. UMFG náði þó að klára hrinuna með 25-22 sigri og komast í 1-0 í leiknum. Í annarri…Lesa meira

true

Snæfell hafði betur gegn Stjörnunni b

Snæfell lék sinn fjórða leik í 1. deild kvenna í körfuknattleik þegar lið Stjörnunnar b kom í heimsókn í Stykkishólm á laugardaginn. Leikurinn var leikur tveggja jafnra liða og skiptust liðin á að leiða. Að loknum fyrri hálfleik var staðan 25-29 Stjörnunni b í vil. Í síðari hálfleik náðu Snæfellskonur frumkvæðinu og höfðu sigur að…Lesa meira

true

Snæfell og Skallagrímur jöfn að stigum

Skallagrímsmenn fengu lið Fylkis í heimsókn á föstudagskvöldið þegar fimmta umferð í 1. deild karla í körfuknattleik fór fram. Lið Fylkis var fyrir leikinn án stiga í deildinni. Lið Skallagríms hafði frumkvæðið lengst af í leiknum. Eftir fyrsta hluta var staðan 29-21 Skallagrími í vil og í hálfleik var staðan 58-39. Leikurinn var jafnari í…Lesa meira

true

Valur hafði sigur á ÍA í jöfnum leik

Sjötta umferð Bónus deildar karla í körfuknattleik hófst í gærkvöldi með leik ÍA og Vals í vígsluleik AvAir hallarinnar við Jaðarsbakka. Fyrir leikinn voru liðin á svipuðum slóðum í neðri hluta deildarinnar. Spennustigið var hátt og má segja að svo hafi verið allan leikinn. Í stuttu máli sagt höfðu Valsmenn frumkvæðið allan leikinn. Skagamenn höfðu…Lesa meira

true

Dregið í VÍS bikarnum

Dregið var í 16 liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna í dag. 16 liða úrslitin verða leikin dagana 13.-15. desember nk. og dregið verður í átta liða úrslit keppninnar 17. desember. VÍS bikarúrslitin sjálf verða leikin dagana 3.-8. febrúar 2026 í Smáranum. Í VÍS bikar karla verða leikdagar 14.-15. desember. Þar fær Snæfell lið…Lesa meira

true

Skallagrímur landaði sigri en Snæfell tapaði í Kórnum

Það var ólíkt gengi Vesturlandsliðanna í 1. deild karla í körfuknattleik þegar fjórðu umferð deildarinnar lauk á föstudaginn. Bæði liðin lögðu land undir fót. Lið Skallagríms hélt í Hveragerði þar sem það mætti Hamri. Skallagrímsmenn höfðu frumkvæðið nánast allan leikinn. Leiddu með sjö stigum eftir fyrsta leikhluta og í hálfleik var staðan 50-58. Það var…Lesa meira

true

KR tók ÍA í bakaríið í Vesturbænum

Fimmta umferð Bónusdeildarinnar í körfuknattleik hófst í gærkvöldi. Liðsmenn ÍA fóru fullir sjálfstrausts vestur í bæ í Reykjavík þar sem þeir mættu liði KR á Meistaravöllum. Það var í raun einungis í fyrsta leikhluta sem jafnræði var með liðunum. Í lok hans hans var tveggja stiga munur á liðunum 24-22. Eftir það hafði lið KR…Lesa meira