
Styrmir Jónasson í sókninni. Ljósm. jho
Valur hafði sigur á ÍA í jöfnum leik
Sjötta umferð Bónus deildar karla í körfuknattleik hófst í gærkvöldi með leik ÍA og Vals í vígsluleik AvAir hallarinnar við Jaðarsbakka. Fyrir leikinn voru liðin á svipuðum slóðum í neðri hluta deildarinnar. Spennustigið var hátt og má segja að svo hafi verið allan leikinn. Í stuttu máli sagt höfðu Valsmenn frumkvæðið allan leikinn. Skagamenn höfðu aðeins forskot í upphafi leiks en Valsmenn leiddu lengst af leiksins. Það sem háði heimamönnum var einfaldlega slök hittni. Forysta Valsara varð þó aldrei mikil, mest ellefu stig í tvígang. Fór svo að lokum að Valsmönnum tókst að landa sigri með 83 stigum gegn 81 stigi ÍA.