
Dregið í VÍS bikarnum
Dregið var í 16 liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna í dag. 16 liða úrslitin verða leikin dagana 13.-15. desember nk. og dregið verður í átta liða úrslit keppninnar 17. desember. VÍS bikarúrslitin sjálf verða leikin dagana 3.-8. febrúar 2026 í Smáranum. Í VÍS bikar karla verða leikdagar 14.-15. desember. Þar fær Snæfell lið KV í heimsókn og ÍA tekur á móti Keflavík. Í VÍS bikar kvenna verða leikdagar 13.-14. desember. Það verður hlutskipti Snæfells að mæta KR á útivelli.