
KR tók ÍA í bakaríið í Vesturbænum
Fimmta umferð Bónusdeildarinnar í körfuknattleik hófst í gærkvöldi. Liðsmenn ÍA fóru fullir sjálfstrausts vestur í bæ í Reykjavík þar sem þeir mættu liði KR á Meistaravöllum. Það var í raun einungis í fyrsta leikhluta sem jafnræði var með liðunum. Í lok hans hans var tveggja stiga munur á liðunum 24-22. Eftir það hafði lið KR talsverða yfirburði allt til loka. Í hálfleik var staðan 52-38 og þegar upp var staðið fór KR með sigur af hólmi með 109 stigum gegn 75 stigum ÍA.