
Svipmynd úr leiknum. Ljósm. hdg
Stórt tap ÍA í Keflavík
Sjöunda umferð Bónusdeildar karla í körfuknattleik hófst í gærkvöldi og héldu Skagamenn til Keflavíkur þar sem þeir mættu heimamönnum. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og að loknum fyrsta leikhluta var staðan 22-21. Eftir það tóku leikmenn Keflavíkur öll völd á vellinum. Staðan í hálfleik var 51-33 og leiknum lauk svo með stórsigri Keflavíkur sem skorðaði 96 stig gegn 72 stigum Skagamanna.