Íþróttir

true

Tap Skagamanna gegn Stjörnunni

Meistaraflokkur karla hjá ÍA tapaði gegn Stjörnunni 1:3 í leik sem fram fór 28. júlí sl. Skagamenn leiddu í hálfleik 1:0 með marki frá Viktori Jónssyni, sem kom á lokaandartökum hálfleiksins. Stjörnumenn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og jöfnuðu með marki frá Baldri Loga Guðlaugssyni. Skot Baldurs Loga virtist hættulítið af löngu færi…Lesa meira

true

Káramenn með örugga forystu á toppi þriðju deildar

Káramenn frá Akranesi léku tvo leiki í lok júlí í sumarfríviku Skessuhorns – og unnu þá báða.  Fyrri leikurinn var gegn Vængjum Júpiters á Fjölnisvelli og lauk honum með sigri Káramanna 3:0. Sigurjón Logi Bergþórsson skoraði strax á 14. mínútu leiksins fyrir gestina í Kára og í síðari hálfleik bætti Hektor Bergmann Garðarsson við tveimur…Lesa meira

true

Skagakonur gerðu jafntefli gegn Fram og sigruðu Selfyssinga

Lið Skagakvenna spilaði tvo leiki á sumarfrí tíma Skessuhorns. Mætti liði Fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal, 25. júlí síðastliðinn. Liðin skiptu með sér stigunum í 1:1 jafntefli. Skagakonur byrjuðu leikinn vel og Erla Karitas Jóhannessdóttir kom þeim yfir strax á sjöttu mínútu leiksins. Héldu þær forystunni þar til um fimmtán mínútum fyrir leikslok þegar heimakonur…Lesa meira

true

Borgfirðingar leiða í púttinu gegn Skagamönnum

Fimmtudaginn 18. júlí fór fram önnur viðureignin af þremur í púttkeppni eldri borgara á Akranesi og í Borgarbyggð. Spilað var á Garðavelli. Eftir fyrstu viðureignina, sem spiluð var í Borgarnesi í júní, leiddu Borgfirðingar með 452 höggum gegn 476 höggum Skagamanna. Leikar fóru svipað á fimmtudaginn, en Borgfirðingar báru þar sigur úr býtum með 488…Lesa meira

true

Jafnt í Kaplakrika

Skagamenn heimsóttu FH-inga á Kaplakrikavöll í Hafnafirði í gærkvöldi í Bestu deildinni í knattspyrnu. Lauk leiknum með 1:1 jafntefli. Það voru heimamenn í FH sem rétt náðu í stigið með jöfnunarmarki í uppbótartíma og að sama skapi var svekkjandi fyrir Skagamenn að ná ekki að halda forystunni þegar svo langt var liðið á leiktímann. Heimamenn…Lesa meira

true

Jafntefli hjá Reyni og Stokkseyri

Reynir frá Hellissandi tók á móti Stokkseyri í B-riðli 5. deildar karla í knattspyrnu í gær. Leikið var á Ólafsvíkurvelli en búast mátti við spennandi og fjörugum leik en fyrri leikur liðana í lok júní lauk með 7-3 sigri Stokkseyrar. Heimamenn sýndu lipra takta í byrjun leiks en á meðan vörðust gestirnir frá Stokkseyri með…Lesa meira

true

Káramenn styrktu enn stöðu sína á toppi deildarinnar

Káramenn gerðu góða ferð á Wurth völlinn í Árbæ á sunnudaginn þegar þeir sigruðu Elliða örugglega 3:0, og tryggðu stöðuna á toppi 3. deildar. Það var Sigurjón Logi Bergþórsson, sem náði forystunni fyrir Kára í uppbótartíma fyrri hálfleiks og tryggði þannig forystuna í hálfleik. Eftir um klukkutíma leik bætti Oskar Wasilewski öðru marki við og…Lesa meira

true

Skallagrímur sótti ekki stig til Eyja

Skallagrímur hélt til Vestmannaeyja í gær og spilaði þar gegn liði KFS, í 4. deild karla í knattspyrnu. Í fyrri leik liðanna í maí fóru Skallagrímsmenn með sigur af hólmi en bæði lið voru fyrir leikinn á sunnudaginn með sjö stig, í áttunda og níunda sæti deildarinnar. Því var þetta gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði…Lesa meira

true

Víkingur vann toppslaginn

Það var toppslagur á Ólafsvíkurvelli í gær í 2. deildinni þegar Austfjarðarliðið KFA, sem var í öðru særi deildarinnar, mætti Víkingi sem var fyrir leikinn í þriðja sætinu, tveimur stigum á eftir KFA. Leikar fóru þannig að Víkingur sigraði 2:0 og endurheimti þar með annað sætið í deildinni. Austfirðingarnir byrjuðu betur í leiknum og áttu…Lesa meira

true

Skagakonur réðu ekki við toppliðið

Efsta lið Lengjudeildarinnar, Austfjarðarliðið FHL (Fjarðabyggð/ Höttur / Leiknir) mætti á Akranes og vann öruggan sigur á Skagakonum í ÍA; 1:3 í Akraneshöllinni í gær. Eftir nokkuð jafnræði sem var með liðunum framan af leik skoraði FHL tvö mörk á á tveggja mínútna kafla. Fyrra markið kom þegar Samantha Rose Smith óð þá óáreitt upp…Lesa meira