
Frá leik Skallagríms og Tindastóls í Borgarnesi í byrjun mánaðarins.
Skallagrímur sótti ekki stig til Eyja
Skallagrímur hélt til Vestmannaeyja í gær og spilaði þar gegn liði KFS, í 4. deild karla í knattspyrnu. Í fyrri leik liðanna í maí fóru Skallagrímsmenn með sigur af hólmi en bæði lið voru fyrir leikinn á sunnudaginn með sjö stig, í áttunda og níunda sæti deildarinnar. Því var þetta gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði liðin.