Íþróttir

true

Káramenn mæta Tindastóli í 8-liða úrslitum fótbolta.net mótsins

Dregð var í hádeginu í átta liða úrslit fóbolta.net mótsins í knattspyrnu, sem er bikarkeppni neðri deildar liða. Kári frá Akranesi tryggði sig í átta liða úrslitin með sigri gegn Magna frá Grenivík 1:0 sl. miðvikudag í leik sem fram fór í Akraneshöllinni. Þegar dregið var í 8-liða úrslitin lentu Káramenn aftur gegn liði af…Lesa meira

true

Sigur og tap hjá Vesturlandsliðunum á fótbolta.net mótinu

Kári frá Akranesi er kominn í átta liða úrslit á fótbolta.net mótinu í knattspyrnu, en Víkingur Ólafsvík datt óvænt úr keppni eftir tap gegn liði Árbæjar. Mótið er eins og kunnugt er bikarkeppni neðri deildar liða. Kári lagði Magna frá Grenivík að velli 1:0 í leik sem spilaður var í Akraneshöllinni í gærkvöldi. Það var…Lesa meira

true

Mikið fjör á blautu Símamóti

Hið árlega Símamót Breiðabliks fór fram um liðna helgi þar sem þrjú þúsund stelpur öttu kappi á Kópavogsvelli og í Fagralundi. Aðstæður voru nokkuð blautar og þurfti til að mynda að færa nokkra leiki inn í Fífuna þar sem grasvellirnir voru farnir að láta á sjá á laugardeginum. Snæfellsnessamstarfið sendi þrjú lið til keppni að…Lesa meira

true

Slæmt tap Skagamanna gegn botnliði Fylkis

Skagamenn hafa greinilega ekki verið komnir niður á jörðina aftur eftir stórsigurinn gegn HK í síðustu umferð þegar þeir mættu botnliði Fylkis og töpuðu 0:3 á Wurth vellinum í Árbæ í gærkvöldi. Skagamenn byrjuðu betur í leiknum en það vantaði samt alla ákefð og boltinn gekk allt of hægt á milli manna. Fylkismenn gengu því…Lesa meira

true

Reynir sá ekki til sólar gegn Herði

Reynir frá Hellissandi tók á móti Herði frá Ísafirði í 5. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn. Leikið var á Hellissandsvelli í töluverðri úrkomu og vindi. Fyrir leikinn var Reynir í áttunda sæti deildarinnar með fimm stig en Hörður sat í fimmta sæti með 16 stig. Leikmenn beggja liða tóku sinn tíma í að ná…Lesa meira

true

Fyrsta tap Víkings á leiktíðinni

Víkingur Ólafsvík tapaði sínum fyrsta leik í 2. deildinni í sumar þegar liðið mætti Völsungi á Húsavík í gær. En Víkingur var fram að leiknum á Húsavík eina liðið sem var ósigrað í deildinni. Eina mark leiksins kom á á 29. mínútu og var þar Elmar Örn Guðmundsson Völsungur að verki. Með 1-0 tapi færðist…Lesa meira

true

Jafntefli hjá toppliðunum í þriðju deild

Tvö efstu lið 3. deildar í knattspyrnu; Kári á Akranesi og Víðir í Garði, gerðu 1:1 jafntefli þegar liðin mættust í Akraneshöllinni í gær. Úrslitin þýða að Kári heldur enn tveggja stiga forskoti á Víði í efsta sæti deildarinnar. Víðismenn byrjuðu leikinn betur en án þess að skapa sér góð marktækifæri. En það voru heimamenn…Lesa meira

true

Naumt tap Skagakvenna gegn Gróttu

Meistaraflokkslið Skagakvenna í knattspyrnu tapaði naumlega gegn Gróttu 2:3 þegar liðin mættust á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi í gær. Fyrirfram var búist við jöfnum en spennandi leik þar sem liðin voru jöfn að stigum í deildinni. Heimakonur í Gróttu náðu forystunni þegar hin 15 ára gamla Rebekka Sif Brynjarsdóttir kom Gróttu í 1:0 á 34. mínútu…Lesa meira

true

Skallagrímur náði mikilvægu stigi í Borgarnesi

Skallagrímur tók á móti KÁ frá Hafnarfirði í 4. deild karla í knattspyrnu í gær. Töluverð rigning var á Borgarfjarðarsvæðinu og Skallagrímsvöllur nokkuð blautur þegar leikurinn fór af stað. Skallagrímur mættu mun grimmari til leiks og nældu í vítaspyrna strax á 4. mínútu leiksins. Framherjinn Sölvi Snorrason steig upp til að taka vítið og skoraði…Lesa meira

true

Ísak Birkir kominn í undanúrslit á HM í keilu

Þessa dagana fer fram heimsmeistaramót í keilu fyrir leikmenn 21 árs og yngri. Spilað er í Suður-Kóreu og koma keppendur frá 39 löndum. Mót þetta er nú haldið í 17. skipti en það var síðast í Helsingborg í Svíþjóð árið 2022. Í einstaklingskeppni á mótinu er spilað í þremur riðlum og 16 bestu komast áfram…Lesa meira