Íþróttir

Skallagrímur náði mikilvægu stigi í Borgarnesi

Skallagrímur tók á móti KÁ frá Hafnarfirði í 4. deild karla í knattspyrnu í gær. Töluverð rigning var á Borgarfjarðarsvæðinu og Skallagrímsvöllur nokkuð blautur þegar leikurinn fór af stað. Skallagrímur mættu mun grimmari til leiks og nældu í vítaspyrna strax á 4. mínútu leiksins. Framherjinn Sölvi Snorrason steig upp til að taka vítið og skoraði hann örugglega og Skallagrímur leiddi 1-0. Vallarskilyrði voru blaut og mátti sjá margar tæklingar í fyrri hálfleik en alls voru flautuð fimm gul spjöld á bæði lið þegar gengið var inn til búningsklefa. Staðan 1-0 fyrir Skallagrím.

Skallagrímur náði mikilvægu stigi í Borgarnesi - Skessuhorn