
Kári vann nauman 1-0 sigur á Magna. Ljósm. fotbolti.net/ Sævar Geir Sigurjónsson
Sigur og tap hjá Vesturlandsliðunum á fótbolta.net mótinu
Kári frá Akranesi er kominn í átta liða úrslit á fótbolta.net mótinu í knattspyrnu, en Víkingur Ólafsvík datt óvænt úr keppni eftir tap gegn liði Árbæjar. Mótið er eins og kunnugt er bikarkeppni neðri deildar liða. Kári lagði Magna frá Grenivík að velli 1:0 í leik sem spilaður var í Akraneshöllinni í gærkvöldi. Það var Kolbeinn Tumi Sveinsson sem skoraði sigurmarkið á 73. mínútu leiksins og þar við sat.