Íþróttir
Ísak Birkir Sævarsson

Ísak Birkir kominn í undanúrslit á HM í keilu

Þessa dagana fer fram heimsmeistaramót í keilu fyrir leikmenn 21 árs og yngri. Spilað er í Suður-Kóreu og koma keppendur frá 39 löndum. Mót þetta er nú haldið í 17. skipti en það var síðast í Helsingborg í Svíþjóð árið 2022. Í einstaklingskeppni á mótinu er spilað í þremur riðlum og 16 bestu komast áfram í undanúrslit. Meðal keppenda í landsliði U-21 er Ísak Birkir Sævarsson frá Keilufélagi Akraness. Gekk honum vel í undankeppni sem spiluð var í fyrrinótt að íslenskum tíma og komst áfram í undanúrslit. Það gerði einnig Hinrik Óli Gunnarsson úr ÍR. Aðstoðar þjálfari íslenska liðsins er Skagamaðurinn Skúli Freyr Sigurðsson. Yfirþjálfari er Mark Heathorn.

Á þessu móti fer allt fram með baker-sniði fyrir utan einstaklingskeppnina. Það þýðir að það verður engin masterskeppni og því bara keppt í einstaklings,- tvímennings- og liðakeppni. Ísland keppir ekki í blönduðu liði því engar stelpur eru til að spila.

Á miðnætti í kvöld hefst keppni hjá Ísak Birki í undanúrslitum. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á vefslóðinni: https://www.youtube.com/watch?v=I6GFesyOWwA

Ísak Birkir kominn í undanúrslit á HM í keilu - Skessuhorn