Íþróttir
Svipmynd úr bikarleik Reynis og Mosfellinga frá árinu 2021. Ljósm. úr safni/ fotbolti.net

Reynir sá ekki til sólar gegn Herði

Reynir frá Hellissandi tók á móti Herði frá Ísafirði í 5. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn. Leikið var á Hellissandsvelli í töluverðri úrkomu og vindi. Fyrir leikinn var Reynir í áttunda sæti deildarinnar með fimm stig en Hörður sat í fimmta sæti með 16 stig. Leikmenn beggja liða tóku sinn tíma í að ná tökum á boltanum í erfiðum aðstæðum og sáust nokkrar hressilegar tæklingar á fyrstu mínútum leiksins. Hörður frá Ísafirði náði þó undirtökum undir lok fyrri hálfleiks og komust þeir í 0-1 á 40. mínútu þegar Jóhann Samuel Rendall skoraði. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik.

Reynir sá ekki til sólar gegn Herði - Skessuhorn