Íþróttir
Byrjunarlið Kára í leiknum. Ljósm. FB

Káramenn styrktu enn stöðu sína á toppi deildarinnar

Káramenn gerðu góða ferð á Wurth völlinn í Árbæ á sunnudaginn þegar þeir sigruðu Elliða örugglega 3:0, og tryggðu stöðuna á toppi 3. deildar. Það var Sigurjón Logi Bergþórsson, sem náði forystunni fyrir Kára í uppbótartíma fyrri hálfleiks og tryggði þannig forystuna í hálfleik. Eftir um klukkutíma leik bætti Oskar Wasilewski öðru marki við og í uppbótartíma síðari hálfleiks gulltryggði Axel Freyr Ívarsson sigurinn með þriðja markinu eftir að hann kom inn á sem varamaður.

Káramenn styrktu enn stöðu sína á toppi deildarinnar - Skessuhorn