
Björn Óli Snorrason kemur heimamönnum yfir gegn Stokkseyri. Ljósm: tfk
Jafntefli hjá Reyni og Stokkseyri
Reynir frá Hellissandi tók á móti Stokkseyri í B-riðli 5. deildar karla í knattspyrnu í gær. Leikið var á Ólafsvíkurvelli en búast mátti við spennandi og fjörugum leik en fyrri leikur liðana í lok júní lauk með 7-3 sigri Stokkseyrar.