Íþróttir

Tap Skagamanna gegn Stjörnunni

Meistaraflokkur karla hjá ÍA tapaði gegn Stjörnunni 1:3 í leik sem fram fór 28. júlí sl. Skagamenn leiddu í hálfleik 1:0 með marki frá Viktori Jónssyni, sem kom á lokaandartökum hálfleiksins. Stjörnumenn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og jöfnuðu með marki frá Baldri Loga Guðlaugssyni. Skot Baldurs Loga virtist hættulítið af löngu færi en Árni Marinó í marki Skagamanna virtist misreikna boltann og í markið fór hann. En Stjörnumenn skoruðu tvívegis á síðustu tíu mínútum leiksins og tryggðu sér sigurinn með mörkum frá Örvari Eggertssyni og Jóni Hrafni Barkarsyni.

Tap Skagamanna gegn Stjörnunni - Skessuhorn