Íþróttir
Erna Björt Elíasdóttir markadrottning Skagaliðsins.

Skagakonur gerðu jafntefli gegn Fram og sigruðu Selfyssinga

Lið Skagakvenna spilaði tvo leiki á sumarfrí tíma Skessuhorns. Mætti liði Fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal, 25. júlí síðastliðinn. Liðin skiptu með sér stigunum í 1:1 jafntefli. Skagakonur byrjuðu leikinn vel og Erla Karitas Jóhannessdóttir kom þeim yfir strax á sjöttu mínútu leiksins. Héldu þær forystunni þar til um fimmtán mínútum fyrir leikslok þegar heimakonur náðu að jafna leikinn með marki frá Sylvíu Birgisdóttur og þar við sat.

Skagakonur gerðu jafntefli gegn Fram og sigruðu Selfyssinga - Skessuhorn