
Erna Björt Elíasdóttir markadrottning Skagaliðsins.
Skagakonur gerðu jafntefli gegn Fram og sigruðu Selfyssinga
Lið Skagakvenna spilaði tvo leiki á sumarfrí tíma Skessuhorns. Mætti liði Fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal, 25. júlí síðastliðinn. Liðin skiptu með sér stigunum í 1:1 jafntefli. Skagakonur byrjuðu leikinn vel og Erla Karitas Jóhannessdóttir kom þeim yfir strax á sjöttu mínútu leiksins. Héldu þær forystunni þar til um fimmtán mínútum fyrir leikslok þegar heimakonur náðu að jafna leikinn með marki frá Sylvíu Birgisdóttur og þar við sat.