
Byrjunarlið Kára í leik sem spilaður var 21. júlí síðastliðinn.
Káramenn með örugga forystu á toppi þriðju deildar
Káramenn frá Akranesi léku tvo leiki í lok júlí í sumarfríviku Skessuhorns - og unnu þá báða. Fyrri leikurinn var gegn Vængjum Júpiters á Fjölnisvelli og lauk honum með sigri Káramanna 3:0. Sigurjón Logi Bergþórsson skoraði strax á 14. mínútu leiksins fyrir gestina í Kára og í síðari hálfleik bætti Hektor Bergmann Garðarsson við tveimur mörkum og öruggur sigur í höfn.