Íþróttir

true

Skagakonur Lengjubikarsmeistarar 2025

Grindavík/Njarðvík og ÍA mættust í gær í næstsíðustu umferð í B deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu og var leikurinn í Nettóhöllinni í Reykjanesbæ. Skagakonur höfðu unnið alla fimm leiki sína til þessa og gátu með jafntefli eða sigri tryggt sér sigur í deildinni. Skagakonur byrjuðu leikinn ágætlega og sköpuðu sér nokkur hálffæri án þess að…Lesa meira

true

Snæfell hársbreidd frá sigri í fyrsta leik

Snæfell í Stykkishólmi heimsótti á laugardaginn Hamar í Hveragerði í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum 1. deildar karla í körfubolta. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í fjögurra liða úrslit. Gestirnir frá Stykkishólmi mættu af krafti á fyrstu mínútum leiksins og voru komnir í 2-11 þegar lítið var liðið á leikinn. Heimamenn…Lesa meira

true

Óskar Þór kosinn þjálfari ársins í fyrstu deild

Árleg verðalaunahátíð KKÍ fór fram nú í hádeginu. Þar voru leikmenn, þjálfarar og dómarar úrvals- og fyrstu deildar verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína í deildarkeppni sem lauk nýverið. Þjálfari ÍA í 1. deild karla, Óskar Þór Þorsteinsson, hlaut sæmdarheitið Þjálfari ársins en lið ÍA vann deildina í ár og um leið sæti í Bónus deild karla…Lesa meira

true

Snæfell undirbýr sig fyrir úrslitakeppni

Snæfell heimsækir Hamar í fyrstu umferð 1. deildar karla í körfubolta næstkomandi laugardag, en um er að ræða átta liða úrslit 1. deildar karla og fer eitt lið upp ásamt deildarmeisturum ÍA í Bónus deildina á næsta tímabili. „Við komum inn í úrslitakeppnina með tvær framlengingar á bakinu á móti hörku liðum. Síðasti leikurinn í…Lesa meira

true

Systkini á sigurbraut í frjálsum

Systkinin Ari Freyr og Eyja Rún Gautabörn keppa undir merkjum UMSB en þau eru frá Efri-Hrepp í Skorradal en búa í Svíþjóð. Þau eru að gera það gott í frjálsum íþróttum um þessar mundir. Ari Freyr var um helgina að setja Íslandsmet í 3000 metra hlaupi í flokki 13 ára og bætti fyrra met um…Lesa meira

true

Kári og Víkingur með nauma sigra í Lengjubikarnum

Lokaumferðin í Lengjubikarnum í B deild karla í knattspyrnu fór fram um helgina. Í riðli 3 tók Kári á móti liði Sindra og var viðureignin í Akraneshöllinni. Fyrir leik höfðu Káramenn tryggt sér sæti í undanúrslitum á meðan Sindri var með þrjú stig eftir fjóra leiki. Gestirnir komust yfir á 9. mínútu með marki frá…Lesa meira

true

Skagakonur unnu fimmta leikinn í röð í Lengjubikarnum

HK og ÍA mættust í B deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var spilað í Kórnum í Kópavogi. Fyrri hálfleikur var frekar dapur af hálfu gestanna, þær áttu þó nokkrar tilraunir sem ekkert kom út úr en heimakonur í HK voru aðgangsharðari. Þær fengu mörg færi en markvörður ÍA, Klil Keshwar, var betri…Lesa meira

true

Árlegt Borðeyrarmót í bridds var spilað um helgina

Á laugardaginn var árlegt mót í tvímenningi í bridds haldið í skólahúsinu á Borðeyri við Hrútafjörð. Færð og veður var með albesta móti miðað við árstíma og skartaði Hrútafjörðurinn sínu fegursta í síðvetrarblíðunni. Mót þetta hefur getið sér gott orð meðal spilara og er jafnan uppselt á það. Þátt í því eiga kvenfélagskonur á svæðinu…Lesa meira

true

Gísli Laxdal til ÍA á ný

Knattspyrnufélag ÍA hefur samið við Gísla Laxdal Unnarsson sem kemur frá Val og hefur skrifað undir þriggja ára samning sem gildir út tímabilið 2027. Gísli lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2019 í 3. deild með Skallagrími á láni frá ÍA þar sem hann lék sex leiki og skoraði tvö mörk og spilaði einnig tvo leiki…Lesa meira

true

Sigur í síðasta leik í blakinu

Blaklið UMFG spilaði sinn síðasta leik á tímabilinu á föstudaginn, en stelpurnar heimsóttu þá Álftanes II. Grundarfjörður byrjaði leikinn af krafti og leiddi alla fyrstu hrinuna þangað til hún kláraðist 21-25 og gestirnir því komnar í 0-1 stöðu. Heimastelpur í Álftanesi bitu frá sér í annarri hrinu og sigruðu hana 25-19 og jöfnuðu því metin…Lesa meira