Íþróttir

true

Með fimmtíu stig fyrir Skallagrím gegn Breiðabliki

Skallagrímur úr Borgarnesi heimsótti Breiðablik í 20. umferð 1. deildar karla í körfubolta á föstudaginn. Skallagrímur var fyrir leikinn í neðsta sæti deildarinnar með átta stig en Breiðablik í 7. sæti með 16 stig. Mikið jafnræði var með liðunum í byrjun leiks en þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta náðu gestirnir, leiddir áfram…Lesa meira

true

Skagakonur unnu stórsigur á Aftureldingu

ÍA og Afturelding mættust í B deild kvenna í Lengjubikarnum í knattspyrnu í hádeginu á laugardaginn og var viðureignin í Akraneshöllinni. Fyrir leik höfðu Skagakonur unnið fyrstu þrjá leikina í Lengjunni á meðan gestirnir úr Mosó höfðu aðeins unnið einn leik og tapað tveimur. Saga Líf Sigurðardóttir kom Aftureldingu í forystu á 7. mínútu þegar…Lesa meira

true

Snæfell tryggði sig inn í úrslitakeppnina

Karlalið Snæfells í körfunni heimsótti KV á föstudaginn en leikið var á Meistaravöllum í Vesturbæ. Með sigri í leiknum gat Snæfell tryggt sér þátttöku í úrslitakeppni 1. deildar en eitt lið fer beint upp í Bónus deildina og við tekur svo úrslitakeppni, þar sem næstu átta lið berjast um laust sæti í deild þeirra bestu.…Lesa meira

true

Gunni Hó Akranesmeistari í pílu

Síðasta laugardag fór fram Akranesmeistaramót 501 hjá Pílufélagi Akraness og var það haldið í pílusalnum við Vesturgötu. 22 keppendur skráðu sig til leiks, fyrst var leikið í riðlum og síðan var útsláttarkeppni. Það kom fæstum á óvart að í úrslitaleiknum mættust þeir Gunni Hó og Siggi Tomm enda hafa þeir verið framarlega í íþróttinni á…Lesa meira

true

Kári vann góðan sigur á Gróttu í Lengubikarnum

Kári og Grótta áttust við í Lengjubikarnum í B deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var leikurinn í Akraneshöllinni. Gestirnir komust yfir strax í byrjun leiksins þegar Grímur Ingi Jakobsson skoraði úr vítaspyrnu. Hektor Bergmann Garðarsson jafnaði metin á 17. mínútu þegar hann slapp inn fyrir vörn Gróttu og kláraði færið vel. Tveimur mínútum…Lesa meira

true

ÍA deildarmeistari og á leið upp í Bónusdeildina í körfunni

Í gærkvöldi var komið að ögurstund hjá karlaliði ÍA í körfubolta. Liðið hefur verið á feiknar siglingu í vetur og gat með sigri á Fjölni í Dalhúsum í Grafarvogi tryggt sér deildarmeistaratitil og um leið sæti meðal bestu liða landsins í Bónusdeildinni á næsta tímabili. Fjölmenni fylgdi liðinu suður og hvatti til dáða af pöllunum…Lesa meira

true

Ísland spilar í Póllandi á EuroBasket í haust

Körfuknattleikssambönd Íslands og Póllands hafa náð samkomulagi um að karlalið Íslands spili í Póllandi á EuroBasket í haust og hefur FIBA Europe samþykkt það samkomulag. EuroBasket í haust fer fram í fjórum löndum; Póllandi, Lettlandi, Finnlandi og Kýpur en löndin eru samtals 24 sem keppa á EuroBasket á fjögurra ára fresti. Þessi lönd gátu svo…Lesa meira

true

Náðu þriðja sætinu á Íslandsmóti skákfélaga

Taflfélag Snæfellsbæjar tók þátt á Íslandsmóti skákfélaga um síðustu helgi og voru Íslandsmeistarar krýndir í öllum deildum. Fjölnismenn sigruðu Úrvalsdeildina með glæsibrag og unnu allar tíu viðureignir sínar og hlutu 20 stig eða fullt hús stiga. Víkingaklúbburinn, TR-c, Dímon og Skákfélag Íslands urðu hlutskörpust í öðrum deildum. A-sveit Taflfélags Snæfellsbæjar tefldi í 4. deild og…Lesa meira

true

Úrslit í aðalsveitakeppni Bridgefélags Borgarfjarðar

Fjórða og síðasta kvöldið í sveitakeppni Bridgefélags Borgarfjarðar var spilað í gærkveldi. Átta sveitir tóku þátt á mótinu og sem fyrr var spilað í Logalandi. Úrslit urðu þau að sveit formanns félagsins; Thule Bolarnir, bar sigur úr býtum með 111,29 stig. Sveitina skipuðu Jón Eyjólfsson, Baldur Björnsson, Gylfi Sveinsson og Magnús Magnússon. Í öðru sæti…Lesa meira

true

Markaleikur og tvö rauð spjöld í sigri Skagamanna

Þróttur Reykjavík og ÍA áttust við í A deild karla í Lengjubikarnum í knattspyrnu í riðli 1 í gær og var þetta lokaleikur þeirra gulu í riðlinum þetta árið. Eftir sigur Vals á Vestra fyrr um daginn var ljóst að hvorugt liðið átti lengur möguleika á efsta sætinu og sæti í undanúrslitum. Hinrik Harðarson kom…Lesa meira