Íþróttir

true

Grundarfjörður spyrnti sér af botninum

Það var mikið álag hjá stelpunum í blakliði UMFG um helgina. Á föstudaginn tóku þær á móti Blakfélagi Hafnarfjarðar í íþróttahúsinu í Grundarfirði en þetta var síðasti heimaleikur liðsins í vetur. Fyrir helgina vermdu þær botnsætið í deildinni en Blakfélag Hafnarfjarðar var um miðja deild. Ekki áttu þær erindi sem erfiði í þeim leik þar…Lesa meira

true

Fimmtán tapleikir hjá Skallagrími

Skallagrímur tók á móti liði KV á föstudaginn í 19. umferð fyrstu deildar karla í körfubolta. Skallagrímur var fyrir leikinn með 8 stig í neðsta sæti deildarinnar en KV var þar rétt fyrir ofan með 12 stig og því var um að ræða gríðarlega mikilvægan leik fyrir bæði lið. Skallagrímur byrjaði leikinn af krafti og…Lesa meira

true

Snæfell í úrslitakeppnissæti

Snæfell tók á móti KFG í 1. deilda karla í körfubolta á fimmtudaginn en fyrir leikinn voru bæði lið með 12 stig, í 9. -10. sæti deildarinnar. Liðin sem enda í 2. sæti deildarinnar og niður í það 9. sæti spila um að komast upp í Bónus deild karla. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum…Lesa meira

true

Skagakonur efstar eftir sigur á Gróttu

Leikur ÍA og Gróttu í 3. umferð B deildar kvenna í Lengjubikarnum í knattspyrnu fór fram á föstudagskvöldið og var spilað í Akraneshöllinni. Erla Karitas Jóhannesdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 10. mínútu fyrir ÍA þegar Madison Schwartzenberger átti flotta sendingu inn fyrir vörn Gróttu, varnarmaður náði að senda boltann í átt til markmannsins en…Lesa meira

true

Kristófer Már hetja Skagamanna í æsispennandi leik

ÍA og Hamar tókust á í toppbaráttu 1. deildar karla í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram fyrir fullu húsi í íþróttahúsinu við Vesturgötu en alls mættu yfir fimm hundruð manns. Fyrir leik hafði ÍA, með tíu sigurleikjum í röð, komið sér þægilega fyrir í toppsæti deildarinnar á meðan Hamarsmenn höfðu hikstað í síðustu…Lesa meira

true

Ný púttkeppni fór fram í kjallara Hjálmakletts

Spennandi keppni fór fram í kjallara Hjálmakletts í Borgarnesi í gær, en þar fór fram púttkeppni sem Ingimundur Ingimundarson skipulagði og stóð fyrir. Pútthópur eldri borgara skoraði þar á tvö önnur lið til keppni. Annars vegar fulltrúa úr ráðhúsi Borgarbyggðar og hins vegar Golfklúbbs Borgarness. Var keppnin spennandi og úr varð hin mesta skemmtun. „Það…Lesa meira

true

Skagamenn með sigur á Fjölni í markaleik

Fjölnir og ÍA mættust í Lengjubikarnum í A deild karla í riðli 1 í gærkvöldi og var leikurinn í Egilshöll í Grafarvogi. Fyrir leik voru Skagamenn með fimm stig í riðlinum eftir þrjá leiki en heimamenn án sigurs í þremur leikjum. Fyrsta mark leiksins kom strax á fimmtu mínútu þegar Mikael Breki Jörgensson átti ágætis…Lesa meira

true

Skallagrímur tekur ekki þátt í Lengubikarnum

Jón Theodór Jónsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Skallagríms, staðfestir í samtali við Skessuhorn að liðið taki ekki þátt í Lengjubikarnum að þessu sinni. „Knattspyrnudeild Skallagríms tekur ekki þátt í lengjubikarnum þennan veturinn en stjórn og þjálfarar félagsins ákváðu í sameiningu að draga félagið úr mótinu að þessu sinni,“ segir Jón Theodór. Skallagrímur keppir í 5. deild karla…Lesa meira

true

Frábær sigur hjá UMFG

Kvennalið Ungmennafélags Grundarfjarðar í blaki tók á móti liði Sindra frá Höfn í Hornafirði í íþróttahúsi Grundarfjarðar í gær. Þó svo að gestirnir hafi skorað fyrsta stigið í fyrstu hrinunni þá náðu heimakonur fljótt yfirhöndinni og voru með góða forystu alla hrinuna. Þær sigruðu hana að lokum 25-18 og komust því í 1-0 í leiknum.…Lesa meira

true

Tíundi sigur Skagamanna í röð

Breiðablik og ÍA mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var spilað í Smáranum í Kópavogi. Fyrir leik voru Skagamenn í toppsætinu með 28 stig eftir níu sigurleiki í röð en Blikar í því sjöunda með 16 stig eftir tap á móti Sindra í síðustu umferð. Jafnræði var með liðunum fyrstu sex…Lesa meira