
Kristófer Már (nr. 7) í baráttu undir körfunni í leiknum. Ljósm. Jónas H. Ottósson
Kristófer Már hetja Skagamanna í æsispennandi leik
ÍA og Hamar tókust á í toppbaráttu 1. deildar karla í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram fyrir fullu húsi í íþróttahúsinu við Vesturgötu en alls mættu yfir fimm hundruð manns. Fyrir leik hafði ÍA, með tíu sigurleikjum í röð, komið sér þægilega fyrir í toppsæti deildarinnar á meðan Hamarsmenn höfðu hikstað í síðustu tveimur leikjum sem þeir töpuðu báðum í framlengingu, eftir níu sigurleiki í röð þar á undan.