Íþróttir
Stelpurnar fögnuðu gríðarlega í leikslok enda fyrsti sigur liðsins á heimavelli. Ljósm. tfk

Frábær sigur hjá UMFG

Kvennalið Ungmennafélags Grundarfjarðar í blaki tók á móti liði Sindra frá Höfn í Hornafirði í íþróttahúsi Grundarfjarðar í gær. Þó svo að gestirnir hafi skorað fyrsta stigið í fyrstu hrinunni þá náðu heimakonur fljótt yfirhöndinni og voru með góða forystu alla hrinuna. Þær sigruðu hana að lokum 25-18 og komust því í 1-0 í leiknum.

Frábær sigur hjá UMFG - Skessuhorn