Íþróttir
Svipmynd úr hröðum og skemmtilegum leik. Ljósm. Jónas H Ottósson

ÍA deildarmeistari og á leið upp í Bónusdeildina í körfunni

Í gærkvöldi var komið að ögurstund hjá karlaliði ÍA í körfubolta. Liðið hefur verið á feiknar siglingu í vetur og gat með sigri á Fjölni í Dalhúsum í Grafarvogi tryggt sér deildarmeistaratitil og um leið sæti meðal bestu liða landsins í Bónusdeildinni á næsta tímabili. Fjölmenni fylgdi liðinu suður og hvatti til dáða af pöllunum í Grafarvogi. ÍA gat með sigri unnið tólfta leikinn í röð og landað 34 stigum í deildinni í 20 leikjum af 22. Þar með yrðu þeir öruggir með toppsætið.

ÍA deildarmeistari og á leið upp í Bónusdeildina í körfunni - Skessuhorn