
Hluti af liðinu sáttir í leikslok. Ljósm. FB síða Taflfélags Snæfellsbæjar
Náðu þriðja sætinu á Íslandsmóti skákfélaga
Taflfélag Snæfellsbæjar tók þátt á Íslandsmóti skákfélaga um síðustu helgi og voru Íslandsmeistarar krýndir í öllum deildum. Fjölnismenn sigruðu Úrvalsdeildina með glæsibrag og unnu allar tíu viðureignir sínar og hlutu 20 stig eða fullt hús stiga. Víkingaklúbburinn, TR-c, Dímon og Skákfélag Íslands urðu hlutskörpust í öðrum deildum.