Íþróttir
Luke Moyer gerði sér lítið fyrir og skoraði 50 stig gegn Breiðabliki. Ljósm. hig

Með fimmtíu stig fyrir Skallagrím gegn Breiðabliki

Skallagrímur úr Borgarnesi heimsótti Breiðablik í 20. umferð 1. deildar karla í körfubolta á föstudaginn. Skallagrímur var fyrir leikinn í neðsta sæti deildarinnar með átta stig en Breiðablik í 7. sæti með 16 stig. Mikið jafnræði var með liðunum í byrjun leiks en þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta náðu gestirnir, leiddir áfram af Luke Moyer, að breyta stöðunni úr 20-19 í 22-28 og þannig var staðan eftir fyrsta leikhluta.