
Úrslit í aðalsveitakeppni Bridgefélags Borgarfjarðar
Fjórða og síðasta kvöldið í sveitakeppni Bridgefélags Borgarfjarðar var spilað í gærkveldi. Átta sveitir tóku þátt á mótinu og sem fyrr var spilað í Logalandi. Úrslit urðu þau að sveit formanns félagsins; Thule Bolarnir, bar sigur úr býtum með 111,29 stig. Sveitina skipuðu Jón Eyjólfsson, Baldur Björnsson, Gylfi Sveinsson og Magnús Magnússon. Í öðru sæti urðu Stjórarnir með 96,82 stig. Sveitina skipuðu Stefán Kalmansson, Sigurður Már Einarsson, Flemming Jessen, Sveinn Hallgrímsson og Magnús B Jónsson. Loks varð Gosi í þriðja sæti með 85,52 stig. Gosarnir eru þeir Gísli Þórðarson, Ólafur Sigvaldason, Sigurgeir Sveinsson, Einar Guðmundsson og Sölvi Karlsson. Bestum árangri í Bötler, það er árangri para, náðu þeir Sigurður Már Einarsson og Stefán Kalmansson úr Stjórunum.