
Hektor Bergmann skoraði tvö mörk fyrir Kára á móti Haukum. Ljósm. vaks
Kári vann góðan sigur á Gróttu í Lengubikarnum
Kári og Grótta áttust við í Lengjubikarnum í B deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var leikurinn í Akraneshöllinni. Gestirnir komust yfir strax í byrjun leiksins þegar Grímur Ingi Jakobsson skoraði úr vítaspyrnu. Hektor Bergmann Garðarsson jafnaði metin á 17. mínútu þegar hann slapp inn fyrir vörn Gróttu og kláraði færið vel. Tveimur mínútum síðar var Hektor aftur á ferðinni þegar Börkur Bernharð Sigmundsson vann boltann af varnarmanni Gróttu og lagði hann á Hektor sem átti frábært skot fyrir utan teig sem söng í netinu. Kristófer Dan Þórðarson sá til þess á 25. mínútu að staðan var aftur orðin jöfn þegar hann skoraði fyrir Gróttumenn og þannig var staðan í hálfleik, 2-2.