Íþróttir

true

Jafntefli hjá Skagamönnum og Val í Lengjubikarnum

ÍA og Valur mættust í 2. umferð A deildar karla, í riðli 1 í Lengjubikarnum í hádeginu á laugardaginn og var leikurinn í Akraneshöllinni. Heimamenn voru betri í fyrri hálfleik og fyrsta færið fékk Hinrik Harðarson á 18. mínútu en markvörður Vals, Stefán Þór Ágústsson, varði vel skot Hinriks. Eftir um hálftíma leik skoraði Ómar…Lesa meira

true

Mikilvægur sigur Skallagríms

Skallagrímur tók á móti KFG á föstudaginn í 18. umferð fyrstu deildar karla í körfuknattleik. Fyrir leikinn var Skallagrímur í neðsta sæti deildarinnar með 6 stig en KFG í tíunda sæti með 10 stig. Leikurinn hófst með látum, þar sem sóknarleikur var fyrirferðamikill og lítið um varnarleik hjá báðum liðum. KFG var með undirtökin framan…Lesa meira

true

Stórt verkefni framundan hjá A landsliði karla í körfunni

A landslið karla í körfuknattleik leikur tvo leiki nú í vikunni í undankeppni fyrir Eurobasket 2025. Sem stendur er Ísland í þriðja sæti síns riðils, en þrjú efstu sætin gefa þátttökurétt á lokamótinu sem fram fer í lok ágúst á þessu ári. Sigur í öðrum hvorum leiknum, eða fjögurra stiga tap eða minna gegn Ungverjalandi…Lesa meira

true

Knattspyrnufélag ÍA heldur nýtt mót fyrir 4. flokk í sumar

Gatorade-mótið er nýtt mót sem Knattspyrnufélag ÍA í samstarfi við Ölgerðina stendur fyrir í fyrsta skiptið sumarið 2025. Mótið fer fram helgina 8.-10. ágúst sem er fyrsta helgin eftir verslunarmannahelgina og að loknu KSÍ fríi í Íslandsmótum yngri flokka. Mótið verður haldið fyrir yngra ár í 4. aldursflokki karla og fyrir bæði árin í 4.…Lesa meira

true

Snæfell vann Skallagrím í spennuleik

Snæfell tók á móti Skallagrími í 1. deild karla í körfubolta í gær. Bæði lið töpuðu leik á föstudag, Snæfell gegn ÍA og Skallagrímur gegn Þór frá Akureyri. Í liði Skallagríms voru mættir þeir Luke Moyer sem hefur verið að glíma við veikindi og Hilmir Hallgrímsson sem er á venslasamningi hjá Haukum í úrvalsdeild karla.…Lesa meira

true

Srdan hetja ÍA gegn Snæfelli

Snæfell tók á móti ÍA í 16. umferð fyrstu deildar karla í körfubolta á föstudaginn. Snæfell hafði náð tveimur góðum sigrum gegn Sindra og Selfossi en ÍA hafði unnið sjö leiki í röð og því spennandi leikur framundan. Leikmenn beggja liða spiluðu af miklu sjálfstrausti í byrjun leiks, liðin skiptust á að ná forystu en…Lesa meira

true

Snæfellssigur á Hornafirði

Snæfell í Stykkishólmi gerði góða ferð austur á Höfn í Hornafirði á föstudaginn þegar liðið heimsótti heimamenn í Sindra. Sindri lagði Skallagrímsmenn í Borgarnesi í síðustu umferð á meðan Snæfell sigraði Selfoss í Stykkishólmi og var því töluverð spenna fyrir leikinn. Einhver hrollur var í gestunum frá Stykkishólmi í fyrsta leikhluta og náðu heimamenn í…Lesa meira

true

Skagamenn tóku Vesturlandsslaginn

ÍA og Skallagrímur mættust í nágrannaslag í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var viðureignin í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Um tvö hundruð manns mættu á leikinn og þar voru Skagamenn í miklum meirihluta. Stuðningsmenn Skallagríms komust ekki á leikinn vegna veðurhamsins þar sem vindhviður voru í kringum 60 m/sek við Hafnarfjallið…Lesa meira

true

Dregið í forkeppni Mjólkurbikars karla og kvenna

Á dögunum var dregið í forkeppni Mjólkurbikars karla og kvenna í knattspyrnu. Vesturlandsliðin Kári, Víkingur Ó. og Skallagrímur voru í pottinum karla megin og lið ÍA kvenna megin. Í fyrstu umferðinni sem verður í lok mars tekur Kári á móti liði KFS sem leikur í fjórðu deild næsta sumar en Kári í 2. deild. Sigri…Lesa meira

true

Skemmtun í Fjósinu og æsispennandi leikur

Strákarnir í 9. og 10. flokki Skallagríms skoruðu á Stjörnulið í körfubolta og fór leikurinn fram síðastliðinn fimmtudag í Fjósinu í Borgarnesi, að viðstöddum um 250 áhorfendum. Meðal gesta á pöllunum voru nokkrir hjúkrunarfræðingar sem voru til taks ef leikmenn Stjörnuliðsins þyrftu á aðstoð að halda. Sem betur fer reyndi ekki á það. Leikurinn var…Lesa meira