Íþróttir
Johannes Vall skoraði mark ÍA gegn Val. Hér í leik á móti Stjörnunni síðasta sumar. Ljósm. gbh

Jafntefli hjá Skagamönnum og Val í Lengjubikarnum

ÍA og Valur mættust í 2. umferð A deildar karla, í riðli 1 í Lengjubikarnum í hádeginu á laugardaginn og var leikurinn í Akraneshöllinni. Heimamenn voru betri í fyrri hálfleik og fyrsta færið fékk Hinrik Harðarson á 18. mínútu en markvörður Vals, Stefán Þór Ágústsson, varði vel skot Hinriks. Eftir um hálftíma leik skoraði Ómar Björn Stefánsson fyrir ÍA en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Fimm mínútum síðar geystist Johannes Vall upp vinstri kantinn, inn í teig og átti gott skot sem endaði í fjærhorninu. Staðan 1-0 ÍA í vil og þannig var staðan í hálfleik.