
Eiríkur Frímann Jónsson leggur leið sína að körfu KFG. Ljósm. hig
Mikilvægur sigur Skallagríms
Skallagrímur tók á móti KFG á föstudaginn í 18. umferð fyrstu deildar karla í körfuknattleik. Fyrir leikinn var Skallagrímur í neðsta sæti deildarinnar með 6 stig en KFG í tíunda sæti með 10 stig. Leikurinn hófst með látum, þar sem sóknarleikur var fyrirferðamikill og lítið um varnarleik hjá báðum liðum. KFG var með undirtökin framan af fyrsta leikhluta en heimamenn, sem leiddir voru áfram af Jermaine Hamlin og Eiríki Frímanni, sáu til þess að Skallagrímur var með forystu eftir fyrsta leikhlutann, 31-29.