Íþróttir

true

Badmintonæfingar hafnar á Kleppjárnsreykjum

Í byrjun árs barst Badmintonsambandinu (BSÍ) fyrirspurn frá áhugasömum badmintonspilara í Borgarfirði. Hann hafði áhuga á því að bjóða upp á badmintonæfingar fyrir yngsta stigið í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. BSÍ gaf Ungmennafélagi Reykdæla tösku sem inniheldur startpakka, með badmintonspöðum, kúlum og neti. Nú er byrjuð regluleg badmintonþjálfun í íþróttahúsinu á Kleppjárnsreykjum en tólf krakkar…Lesa meira

true

Fyrsta tap Skagakvenna og fyrsti sigur Skallagríms í Lengjubikarnum

ÍA og Fram áttust við í B deild kvenna í knattspyrnu í hádeginu á laugardaginn og var viðureignin í Akraneshöllinni. Alda Ólafsdóttir kom gestunum yfir á 8. mínútu og Sara Svanhildur Jóhannsdóttir sá til þess að Fram var með tveggja marka forystu í hálfleik. Ekkert gekk hjá heimakonum að minnka muninn í seinni hálfleik fyrr…Lesa meira

true

Skallagrímur vann ÍA eftir framlengingu

Vesturlandsslagur ÍA og Skallagríms í 1. deild karla í körfu fór fram fyrir fullu húsi á Jaðarsbökkum á Akranesi á föstudagskvöldið. Það var mikið í húfi fyrir utan montréttinn því liðið sem myndi ná sigri væri með aðra höndina á heimaleikjaréttinum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það var tekist hart á frá byrjun leiks og liðin…Lesa meira

true

Snæfell vann mikilvægan sigur gegn Hrunamönnum

Snæfell tók á móti Hrunamönnum í Stykkishólmi á föstudaginn í fyrstu deildinni í körfu. Fyrir leikinn voru Hrunamenn með 6 stig í 11. sæti deildarinnar en Snæfell með 4 stig í 12. sæti. Hrunamenn unnu fyrri leik liðana með sex stigum og þurfti Snæfell því að vinna með sjö stigum eða meiru til að vinna…Lesa meira

true

Hektor með þrennu í sigri Kára

Kári tók á móti Hvíta riddaranum í B deild karla í riðli 3 í Lengjubikarnum í knattspyrnu í gærkvöldi og var spilað í Akraneshöllinni. Gestirnir úr Mosfellsbæ náðu forystu á 12. mínútu þegar Hilmar Þór Sólbergsson skoraði fyrsta mark leiksins. En aðeins fimm mínútum síðar voru Káramenn komnir yfir. Fyrst skoraði Sigurjón Logi Bergþórsson á…Lesa meira

true

Ísak Birkir í öðru sæti á Íslandsmótinu í keilu

Íslandsmót einstaklinga í keilu var haldið um helgina og þar átti Keilufélag Akraness marga keppendur. Ísak Birkir Sævarsson, Magnús Sigurjón Guðmundsson, Matthías Leó Sigurðsson, Tómas Freyr Garðarsson, Særós Erla Jóhönnudóttir og Vilborg Lúðvíksdóttir komust öll í milliriðil. Í undanúrslit, sem spiluð voru á mánudagskvöldið, komust Vilborg, Særós og Ísak. Þess má geta að Særós er…Lesa meira

true

Nóg að gera hjá fimleikafólki ÍA

Síðasta miðvikudag fór fram úrtökuæfing fyrir A landslið Íslands í hópfimleikum. Í kjölfarið var valið í úrvalshópa fyrir tímabilið en Fimleikasamband Íslands stefnir á að senda tvö A-landslið til keppni, kvennalið og blandað lið, á Evrópumótið í Baku í Azerbaijan í október á þessu ári. Skagakonan Guðrún Julianne Unnarsdóttir hefur æft með úrtakshópi kvenna í…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði stórt fyrir toppliðinu

Skallagrímur og ÍR mættust í 1. deild karla í körfu á föstudagskvöldið og var leikurinn í Fjósinu í Borgarnesi. Fyrir leik var ÍR á toppnum ásamt KR með 30 stig en Skallagrímur í 5. sæti með 20 stig. Gestirnir úr Breiðholti byrjuðu betur og voru ávallt skrefinu á undan fyrstu mínútur leiksins. Í stöðunni 11:14…Lesa meira

true

Skagamenn unnu Ármenninga í spennuleik

Ármann og ÍA tókust á í hörkuviðureign í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn í Laugardalshöllinni. Skagamenn höfðu tapað þremur leikjum í röð í deildinni og þurftu því nauðsynlega á sigri að halda til að koma sér á rétta braut á ný. Leikurinn fór hægt af stað og liðin skiptust á…Lesa meira

true

Þrír leikir voru í Lengjubikarnum um helgina

Þrjú lið af Vesturlandi spiluðu í Lengjubikarnum í knattspyrnu um helgina og var niðurstaðan einn sigur og tvö jafntefli. Leiknir R. og ÍA áttust við í A deild karla í riðli 4 í gær og var leikurinn í Breiðholti. Steinar Þorsteinsson kom Skagamönnum yfir strax á sjöttu mínútu leiksins en Shkelzen Veseli jafnaði metin fyrir…Lesa meira