Íþróttir
Bræðurnir Helgi Rafn og Sigurjón Logi sem skoraði eitt mark í leiknum og Hektor Bergmann var með þrennu. Ljósm. vaks

Hektor með þrennu í sigri Kára

Kári tók á móti Hvíta riddaranum í B deild karla í riðli 3 í Lengjubikarnum í knattspyrnu í gærkvöldi og var spilað í Akraneshöllinni. Gestirnir úr Mosfellsbæ náðu forystu á 12. mínútu þegar Hilmar Þór Sólbergsson skoraði fyrsta mark leiksins. En aðeins fimm mínútum síðar voru Káramenn komnir yfir. Fyrst skoraði Sigurjón Logi Bergþórsson á 14. mínútu og þremur mínútum eftir það Hektor Bergmann Garðarsson annað mark heimamanna. Á lokamínútu fyrri hálfleiks var Hektor aftur á ferðinni og staðan 3-1 fyrir Kára í hálfleik.