
Svipmynd úr leiknum. Ljósm. Bæring Nói Dagsson
Snæfell vann mikilvægan sigur gegn Hrunamönnum
Snæfell tók á móti Hrunamönnum í Stykkishólmi á föstudaginn í fyrstu deildinni í körfu. Fyrir leikinn voru Hrunamenn með 6 stig í 11. sæti deildarinnar en Snæfell með 4 stig í 12. sæti. Hrunamenn unnu fyrri leik liðana með sex stigum og þurfti Snæfell því að vinna með sjö stigum eða meiru til að vinna innbyrðis viðureignina. Snæfell náði snemma yfirhöndinni í leiknum en náði ekki að slíta sér frá Hrunamönnum en mestur var munurinn í 1. leikhluta 18-13 Snæfelli í vil. Hrunamenn náðu þá góðu áhlaupi og var staðan eftir fyrsta leikhluta 28-23, Snæfelli í vil.