Íþróttir
Atli Aðalsteins þjálfari Skallagríms að reyna að stappa stálinu í sína menn. Ljósm. glh

Skallagrímur tapaði stórt fyrir toppliðinu

Skallagrímur og ÍR mættust í 1. deild karla í körfu á föstudagskvöldið og var leikurinn í Fjósinu í Borgarnesi. Fyrir leik var ÍR á toppnum ásamt KR með 30 stig en Skallagrímur í 5. sæti með 20 stig. Gestirnir úr Breiðholti byrjuðu betur og voru ávallt skrefinu á undan fyrstu mínútur leiksins. Í stöðunni 11:14 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta náðu leikmenn ÍR 6-11 áhlaupi sem þýddi að staðan var 17:25 ÍR í vil. Um miðjan annan leikhluta var munurinn á milli liðanna tíu stig, 24:34, og sá sami þegar flautað var til hálfleiks, staðan 34:44 fyrir ÍR.