Íþróttir
ÍA stelpurnar stóðu sig vel á Bikarmótinu í hópfimleikum. Ljósm. fsí

Nóg að gera hjá fimleikafólki ÍA

Síðasta miðvikudag fór fram úrtökuæfing fyrir A landslið Íslands í hópfimleikum. Í kjölfarið var valið í úrvalshópa fyrir tímabilið en Fimleikasamband Íslands stefnir á að senda tvö A-landslið til keppni, kvennalið og blandað lið, á Evrópumótið í Baku í Azerbaijan í október á þessu ári. Skagakonan Guðrún Julianne Unnarsdóttir hefur æft með úrtakshópi kvenna í vetur og var valin í 16 manna úrvalshóp kvenna sem verður að teljast ansi góður árangur.