
Sölvi Snorrason skoraði þrennu á móti Samherjum. Ljósm. aðsend
Fyrsta tap Skagakvenna og fyrsti sigur Skallagríms í Lengjubikarnum
ÍA og Fram áttust við í B deild kvenna í knattspyrnu í hádeginu á laugardaginn og var viðureignin í Akraneshöllinni. Alda Ólafsdóttir kom gestunum yfir á 8. mínútu og Sara Svanhildur Jóhannsdóttir sá til þess að Fram var með tveggja marka forystu í hálfleik. Ekkert gekk hjá heimakonum að minnka muninn í seinni hálfleik fyrr en tveimur mínútum fyrir leikslok þegar Erla Karitas Jóhannesdóttir skoraði fyrir ÍA. Lokatölur urðu 1-2 fyrir Fram og fyrsta tap ÍA í Lengjubikarnum staðreynd og fyrsti sigur Fram. Skagakonur leggja land undir fót næsta föstudag þegar þær fara til Spánar í viku í æfingaferð. Næsti leikur ÍA verður því ekki fyrr en föstudaginn 5. apríl þegar þær mæta Aftureldingu í Akraneshöllinni klukkan 20.