Íþróttir

true

Fjórar sundkonur frá SA á Norðurlandameistaramóti Garpa

Í dag, 30. september, hefst Norðurlandameistaramót Garpa í sundi og að þessu sinni er það haldið í Þórshöfn í Færeyjum. Ísland á 40 fulltrúa frá fjórum félagsliðum, þar af fjórar sundkonur frá Sundfélagi Akraness. Það eru þær Anna Leif Elídóttir, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Kristín Minney Pétursdóttir og Silvia Llorens Izaguirre. Alls taka um 150 sundmenn þátt…Lesa meira

true

Skallagrími og ÍA spáð misjöfnu gengi í árlegri spá

Samkvæmt árlegri spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna tíu í 1. deild karla í körfuknattleik er Skallagrími úr Borgarnesi spáð sjötta sætinu í deildinni en liði Skagamanna er spáð fallsæti. Álftanes fékk 327 stig af 360 mögulegum í spánni um lokastöðuna í 1. deild og er þar af leiðandi spáð sæti í efstu deild á…Lesa meira

true

Naumt tap Skagamanna á móti Sindra

ÍA tók á móti Sindra frá Hornafirði í fyrsta heimaleik vetrarins í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Leikurinn fór frekar rólega af stað og var jafnræði með liðunum nánast allan leikhlutann, staðan jöfn 17:17 við lok fyrsta leikhluta. Annar leikhluti var á svipuðum nótum þar…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði fyrir nýliðum Ármanns

Ármann og Skallagrímur mættust í fyrstu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í Kennaraháskólanum. Ármann, sem er nýliði í deildinni, byrjaði mun betur í fyrsta leikhluta og var með tíu stiga forystu þegar honum lauk, 29:19. Heimamenn hömruðu járnið á meðan það var heitt í öðrum leikhluta og juku…Lesa meira

true

Stórsigur hjá Skagakonum í síðasta leik sumarsins

ÍA og KH kepptu á laugardaginn í síðustu umferðinni í úrslitakeppni efri hluta 2. deildar kvenna í knattspyrnu og vegna slæmrar veðurspár fór leikurinn fram í Akraneshöllinni. Leikurinn var varla hafinn þegar Skagakonur voru komnar yfir í leiknum. Samira Suleman fékk þá sendingu yfir vörn KH, skaut að marki sem markvörðurinn varði en Samira náði…Lesa meira

true

Samevrópsk íþrótta- og hreyfivika í gangi

Íþrótta- og hreyfivika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. til 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Evrópubúar sameinast í vikunni undir slagorðinu #BeActive. Skipulagðir viðburðir eru í a.m.k. fjórum sveitarfélögum á Vesturlandi, tileinkaðir vikunni, þ.e. á Akranesi, Stykkishólmi, Grundarfirði og í Snæfellsbæ. Heilsueflandi samfélag á Akranesi í samstarfi við ÍA leggur…Lesa meira

true

Snæfellskonur töpuðu naumlega gegn KR í fyrsta leik

Snæfell og KR mættust í gærkvöldi í fyrstu umferð 1. deildar kvenna í körfuknattleik og var leikurinn í Stykkishólmi. Snæfellskonur voru án nýja bandaríska leikmannsins síns, Cheah Rael-Whitsitt, sem var ekki komin með leikheimild en hún ætti að ná næsta leik ef allt gengur að óskum. KR-ingar hafa bætt vel við leikmannahóp sinn og fengu…Lesa meira

true

Bjarki komst áfram á Evrópumótaröðinni

Borgnesingurinn Bjarki Pétursson var sá eini af fimm íslenskum kylfingum sem tóku þátt í úrtökumótum fyrir DP Evrópumótaröðina í síðustu viku sem komst áfram á 2. stigið. Bjarki lék vel á mótinu sem fram fór í Austurríki og lék alls 72 holur á sjö höggum undir pari. Hann tryggði sér þátttökurétt á næsta móti sem…Lesa meira

true

Skagakonur með góðan sigur á Völsungi

Völsungur og ÍA mættust í gær í úrslitakeppni efri hluta 2. deildar kvenna í knattspyrnu og fór viðureignin fram á Húsavík. Fyrir leik átti Völsungur enn von um að komast upp í Lengjudeildina með sigri í leiknum en Skagakonur voru meira að spila upp á stoltið. Aðstoðarþjálfarinn Aldís Ylfa Heimisdóttir var við stjórnvölinn hjá ÍA…Lesa meira

true

Kári lauk tímabilinu á góðum nótum

Kári og Víðir áttust við á föstudaginn í síðustu umferð 3. deildar karla í knattspyrnu á þessu tímabili og fór leikurinn fram í Akraneshöllinni. Káramenn komu ákveðnir til leiks og komust strax yfir á níundu mínútu með marki Kolbeins Tuma Sveinssonar. Eftir rúman hálftíma leik var Kolbeinn Tumi aftur á ferðinni með sitt annað mark…Lesa meira