Íþróttir

Naumt tap Skagamanna á móti Sindra

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "ÍA tók á móti Sindra frá Hornafirði í fyrsta heimaleik vetrarins í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Leikurinn fór frekar rólega af stað og var jafnræði með liðunum nánast allan leikhlutann, staðan jöfn 17:17 við lok fyrsta leikhluta. Annar leikhluti var á svipuðum nótum þar til gestirnir tóku góðan sprett og leiddu með átta stigum í hálfleik, 35:43.\r\n\r\nÞað breyttist lítið stigalega séð í þriðja leikhluta þó Skagamenn væru örlítið sterkari og staðan 55:61 þegar liðin fengu sér vatnssopa fyrir síðasta leikhlutann. Í fjórða leikhlutanum náði Sindri mest 13 stiga forystu um miðjan leikhlutann og virtist vera að sigla sigrinum í höfn. Skagamenn neituðu þó að gefast upp, tóku nokkur áhlaup en dugði þó ekki til þó þeir hefðu náð að minnka muninn í þrjú stig þegar þrjár sekúndur voru eftir. Sindramenn fengu síðan tvö víti vegna sóknarbrots sem þeir skoruðu úr og lokastaðan fimm stiga sigur Sindra, 75:80.\r\n\r\nHjá ÍA var Gabriel Adersteg stigahæstur með 21 stig og 14 fráköst, Jalen David Dupree var með 15 stig og Lucien Thomas Christofis með 12 stig. Stigahæstur hjá Sindra var Oscar Jorgensen með 19 stig, Guillermo Daza var með 17 stig og Ismael Gonzalez með 14 stig.\r\n\r\nNæsti leikur ÍA er gegn Þór Akureyri næsta föstudag í Höllinni fyrir norðan og hefst viðureignin klukkan 19.15.",
  "innerBlocks": []
}