
Skagakonur enduðu í fimmta sæti í 2. deildinni í sumar. Ljósm. kfia
Stórsigur hjá Skagakonum í síðasta leik sumarsins
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "ÍA og KH kepptu á laugardaginn í síðustu umferðinni í úrslitakeppni efri hluta 2. deildar kvenna í knattspyrnu og vegna slæmrar veðurspár fór leikurinn fram í Akraneshöllinni. Leikurinn var varla hafinn þegar Skagakonur voru komnar yfir í leiknum. Samira Suleman fékk þá sendingu yfir vörn KH, skaut að marki sem markvörðurinn varði en Samira náði síðan að fylgja eftir og staðan 1-0 eftir fimmtán sekúndna leik. Á tuttugustu mínútu fékk ÍA hornspyrnu, tóku hana stutt og Erla Karitas Jóhannesdóttir sendi boltann fyrir markið. Þar ætlaði leikmaður gestanna, Kolbrá Una Kristinsdóttir, að hreinsa boltann frá en kiksaði, boltinn fór í hina áttina og yfir markmann KH. Staðan því orðin 2-0 fyrir ÍA og þannig var staðan í hálfleik.\r\n\r\nSkagakonur gáfu ekkert eftir í seinni hálfleik og á 71. mínútu tók Unnur Ýr Haraldsdóttir góðan sprett upp vinstri kantinn, sendi boltann fyrir og þar datt hann fyrir fætur Völu Maríu Sturludóttur sem setti hann í þverslána og inn. Samira bætti síðan við sínu öðru marki og fjórða marki ÍA þegar hún stangaði fyrirgjöf Unnar Ýrar í markið sex mínútum fyrir leikslok. Hún gulltryggði svo þrennuna fjórum mínútum síðar á glæsilegan hátt þegar hún tók bakfallsspyrnu eftir fyrirgjöf Ylfu Laxdal Unnarsdóttur og fór knötturinn yfir markmann KH og í netið. Frábær endir á flottum leik ÍA og lokastaðan öruggur sigur, 5-0.\r\n\r\nSkagakonur luku leik á Íslandsmótinu í 2. deild í fimmta sæti með 31 stig, unnu tíu leiki, gerðu eitt jafntefli, töpuðu fimm leikjum og markatalan var 52:24. Markahæstar voru þær Unnur Ýr og Samira með tíu mörk, Bryndís Rún Þórólfsdóttir var með sjö mörk og Ylfa Laxdal með sex. Þjálfari liðsins var Magnea Guðlaugsdóttir og aðstoðarþjálfari Aldís Ylfa Heimisdóttir.", "innerBlocks": [] }