Íþróttir
Íþróttaálfurinn sér alltaf um að allir hreyfi sig. Ljósm. vaks

Samevrópsk íþrótta- og hreyfivika í gangi

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Íþrótta- og hreyfivika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. til 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Evrópubúar sameinast í vikunni undir slagorðinu #BeActive. Skipulagðir viðburðir eru í a.m.k. fjórum sveitarfélögum á Vesturlandi, tileinkaðir vikunni, þ.e. á Akranesi, Stykkishólmi, Grundarfirði og í Snæfellsbæ.\r\n\r\nHeilsueflandi samfélag á Akranesi í samstarfi við ÍA leggur sitt mörkum og styður við þá sem vilja gera íþróttir, hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl sýnilega þessa viku. Margt verður í boði og má þar nefna að Brekkubæjarskóli tekur Brekkósprett og dansar í frímínútum, Grundaskóli leggur sérstaka áherslu á dans þessa daga, Heilsueflingarteymi FVA verður með fjölbreytta og skemmtilega dagskrá og Bókasafn Akraness býður upp á sögugöngu og fyrirlestur um heilsu. Opnar æfingar verða fyrir alla hjá Knattspyrnufélagi ÍA og Badmintonfélagi ÍA alla næstu viku og þá verður Borðtennissambandið með kynningu í Þorpinu. Frítt verður að æfa í Ultraformi í hreyfivikunni og þá verður frítt í sund á Jaðarbökkum alla vikuna.\r\n\r\nÍ Stykkishólmi hefur verið sett saman stútfull dagskrá af íþrótta- og heilsutengdum viðburðum. Dagskráin er hlaðin kynningum á íþróttastarfi í bænum sem hentar öllum aldri og eru fjölmargir viðburðir á dagskrá við allra hæfi. Frítt er á alla fyrirlestra og frítt í sundlaugina út mánuðinn.\r\n\r\nÝmislegt verður í gangi í Grundarfirði í vikunni. Meðal annars verður partý spinning, krakkajóga, frisbígolf, frítt í heilsueflingu 60 ára og eldri, sirkusfjör, skyndihjálparnámskeið og frítt í sund alla vikuna.\r\n\r\nSnæfellsbær heldur heilsudaga sína í sjötta skiptið og annað skiptið sem hluta af ÍSÍ íþróttaviku Evrópu. Á heilsudögum er lögð áhersla á að bjóða íbúum upp á heilsutengda viðburði og kynningar sem henta öllum aldri. Fyrst og fremst er þetta kynning á þeim heilsutengdu viðburðum sem eru nú þegar í boði í sveitarfélaginu.\r\n\r\nHægt er að skoða dagskrána nánar á heimasíðum sveitarfélaganna.\r\n\r\n ",
  "innerBlocks": []
}
Samevrópsk íþrótta- og hreyfivika í gangi - Skessuhorn